Blog

Myndir frá alþjóðadegi psoriasis 2016

Read more

Fræðsluvídjó um psoriasis og alþjóðadagur psoriasis 2016


Fyrsta fræðslumyndbandið sem við sýnum fjallar um sjúkdóminn psoriasis. Ár hvert er alþjóðadagur psoriasis haldinn hátíðlegur þann 29.október en vegna komandi alþingiskosninga var deginum flýtt á Íslandi í ár.
Í gær, 25. október var húsafyllir, meira en 100 manns mættu á Grand Hótel Reykjavík til að fagna deginum með okkur. Frábær erindi frá Jennu Huld Eysteinsdóttur húðlækni, Dr.Evgeníu Mikaelsdóttur verkefnastjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu og Anítu Sif Elídóttur næringarfræðingi.

Ingvar Ágúst formaður Spoex opnaði fyrirlestrarröðina með þökkum til félagsmanna sem hlupu fyrir Spoex í Reykjavíkurmaraþoninu, þeirra sem tóku þátt í fræðslumyndböndunum og viðtöku peningaframlags frá fyrrum formanni, Alberti Ingasyni í Vísindasjóð Spoex.

Vísindasjóður Spoex er rannsóknarsjóður, stofnaður af Bárði Sigurgeirssyni húðlækni. Markmið sjóðsins er að veita styrki til rannsókna á psoriasis -og exemsjúkdómum á Íslandi. Ekki hefur verið veitt úr sjóðnum þar sem enn er verið að safna í höfuðstól. Veittir verða styrkir af vöxtum af höfuðstól, þegar höfuðstóll hefur náð 10 milljónum króna.
Sjóðurinn tekur bæði við framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Meðfylgjandi eru reikningsupplýsingar um sjóðinn:

 kt: 701205-3670 reikn: 328-13-300481

Vilji fólk veita framlag í sjóðinn er gott að hafa samband við skrifstofu Spoex á netfangið skrifstofa@spoex.is.

Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í deginum með okkur, við hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári!

Read more

Tímarit Spoex 2016

Loksins er komið að því! Tímarit Spoex er komið í póstdreifingu til allra félagsmanna.
Ef þér finnst erfitt að bíða með að skoða blaðið geturðu skoðað það rafrænt hér:

Read more

Alþjóðadagur psoriasis

screen-shot-2016-10-11-at-00-33-17


Vinsamlega ýtið á plaggatið til að stækka það

Í tilefni af alþjóðadeginum boða Spoex til fyrirlestrarraðar og vörukynninga tengdum sjúkdómnum psoriasis.

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að fagna með okkur alþjóðadegi psoriasis í salnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, þann 25. október 2016 á milli kl 17:00-20:00.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

Dagskráin er eftirfarandi:

Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður Spoex opnar ráðstefnuna

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir kynnir niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún bar saman áhrif meðferðar í Bláa lóninu við hefðbundna UVB ljósameðferð.Ennfremur rannsakaði hún sjúkdómsgang og meinmyndun psoriasis með ónæmisfræðilegum aðferðum og vefjafræðilegri skoðun.

Aníta Sif Elídóttir næringarfræðingur fjallar um umbúðalæsi, hollustumerkingar og skyldu fyrirtækja til að tilgreina nærinaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Dr. Evgenía Mikalesdóttir verkefnisstjóri í rannsókn á erfðum psoriasis hjá Íslenskri erfðagreiningu heldur erindi um erfðafræði psoriasis. Í rannsóknum sínum á erfðaefni Íslendinga hefur Íslensk erfðagreining  í mörg ár leitað að erfðafræðilegu orsökum psoriasis og skyldra sjúkdóma og leitast við að skilgreina þá erfðabreytileika sem eiga í hlut.

Fræðslumyndbönd UngSpoex sem gerð voru fyrir sjúkdómana psoriasis í húð og liðum og exem verða frumsýnd á milli fyrirlestra.

 

Read more

Tímarit Spoex

Senn líður að útgáfu næsta tímarits Spoex! Ert þú með góða hugmynd að grein sem þú myndir vilja lesa eða jafnvel skrifa? Endilega sendu okkur línu á skrifstofa@spoex.is eða í gegnum facebook síðu okkar 

Bestu kveðjur,

Stjórn Spoex -Samtök Psoriasis -og exemsjúklinga

Read more

Vetraropnun göngudeildar

Með kólnandi veðri minnum við á ljósin okkar og rýmri opnunartíma á göngudeild Spoex. Nú er opið mánudaga-fimmtudaga frá 11.30-18:30 og föstudaga 9:30-16:30. Verið hjartanlega velkomin!

Read more

Markmið og sigrar í góða þágu

Reykjavíkurmaraþoni lauk síðastliðinn laugardag, þann 20. ágúst, 2016. Alls hlupu 12 vaskir einstaklingar í þágu Spoex í stærstu fjáröflun Íslands og söfnuðust hvorki meira né minna en 174.500kr!
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hétu á hlaupara í ár og sérstakar þakkir fá eftirfarandi einstaklingar sem skelltu sér í hlaupagallann fyrir Spoex í ár:

*Adam Håkan Larsson
*Ágústína Gunnarsdóttir
*Björn Þ. Kristjánsson
*Eyjólfur Bjarnason
*Ingibjörg Jónsdóttir
*Ingólfur Magnússon
*Kristjana Viðarsdóttir
*Marianna Leoni
*Pétur Þór Karlsson
*Steingrímur Davíðsson
*Sævar Haukdal
*Þuríður Pétursdóttir

Áfram Spoex!

Read more

Spoex og Reykjavíkurmaraþon

Þann 20.ágúst næstkomandi verður árlegt Reykjavíkurmaraþon. Spoex -Samtök psoriasis og exemsjúklinga er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta valið að hlaupa fyrir, líkt og síðustu ár.
Nú þegar hafa 8 hlauparar skráð sig til leiks sem hlaupa allt frá 10km-42km.
Hér er hægt að skoða þá hlaupara sem ætla að hlaupa fyrir Spoex:
hlauparar fyrir Spoex
Við hvetjum fólk til að styðja hlaupara til leiks og um leið styrkja það mikilvæga starf sem Spoex sinnir.

Read more

Opnunartími frá 18. júlí til 1. september

Vegna sumarleyfa verður göngudeild Spoex lokuð á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18. júlí næstkomandi. Hefðbundin vetraropnun hefst aftur fimmtudaginn 1. september 2016.

Við bjóðum gesti göngudeildarinnar hjartanlega velkomna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 9:30-16:30.

sumar

Read more

Ertu með exem eða psoriasis og ert á milli meðferða?

Fyrr á þessu ári voru 10 aðilar valdir til þess að taka þátt í rannsókn á nýjum kremum Kerecis Dermatology sérstaklega hönnuð fyrir annarsvegar exem og hins vegar psoriasis. Kremin eru án stera og innihalda mOmega3.

Rannsóknir og samanburður á fyrir og eftir notkun á kreminu hefur reynst mjög vel og nú óska Kerecis eftir fleiri þátttakendum. Eina skilyrðið er að fólk sé á milli meðferða, hvorki að taka lyf né í ljósameðferð og að það sjái sér fært að mæta í fyrir og eftir myndatökur sem verða gerðar í Reykjavík.

Að launum hljóta þátttakendur 5 túpur af kremi frá Kerecis auk væntanlegs bata!
Áhugasamir hafi samband við Maríu í síma 690-3914 eða sendi tölvupóst á mk@kerecis.com

Read more