Blog

29. október alþjóðadagur psoriasis

– byggjum betri heim –

Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga,

halda upp á daginn með fróðleik og samveru

DAGSKRÁ

Ingvar Ágúst Ingvarsson, formaður Spoex: „Hvers eigum við að gjalda“

Baldur Tumi Baldursson, húðlæknir: „Húðdeild LSH“

Birkir Sveinsson, húðlæknir: „Fylgikvillar psoriasis“

Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins
og Jenna Huld Eysteinsdóttir læknir:
Bláa lónið lækningalind – psoriasismeðferð og nýjar rannsóknaniðurstöður

Fundarstjóri: Jónína Ólöf Emilsdóttir, varaformaður Spoex

Kynningar á húðvörum frá ýmsum aðilum og kaffiveitingar í boði félagsins.

Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Stund: miðvikudagur 29. október kl: 16:15-19:00

Öll velkomin

Read more

Spoex fundaði með heilbrigðisráðherra

Nýlega áttu formaður og varaformaður Spoex, Ingvar Ágúst Ingvarsson og Jónína Ólöf Emilsdóttir fund með heilbrigðisráðherra Kristjáni Þóri Júlíussyni. Fundinn sátu einnig Ólafur Gunnarsson sérfræðingur í ráðuneytinu og Kristín Ólafsdóttir skrifstofustýra Spoex.
Spoex benti á að niðurskurður í heilbrigðisþjónustu síðustu ára hefur bitnað talsvert á psoriasissjúklingum. Húðdeild LSH var lögð niður og framlag ríkisins til Bláa lónsins hefur einnig verið skorið niður síðustu ár, meðal annars á legudeild sem sinnir landsbyggðinni einna helst. Norðmenn sögðu upp samningi við Ísland um loftslagsmeðferðir frá og með næstu áramótum og því gæti orðið bið á loftslagsmeðferðum ef ekki verður samið fljótlega við nýja aðila. Það er því hætta á að enn kreppi að möguleikum psoriasissjúklinga á að fá meðferð við hæfi.
Talsverð aukning hefur verið í ljósameðferðir síðustu ár. Ekki er vitað með vissu hvers vegna það er, en fækkun annarra úrræða er líkleg skýring. Spoex leggur áherslu á að það er mismunandi hvað hentar hverjum sjúklingi á hverjum tíma og því má úrræðum fyrir þá ekki fækka enn frekar.

Read more

Fræðslufundur 1. okt

Fræðslufundur
Gigtarfélagið, Samtök sykursjúkra og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi.
Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur, verður með fræðsluerindi um mataræði og Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, verður með fræðsluerindi um hreyfiseðla.
Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, salur Hvammur.
Stund: 1. október kl. 19:30

Dagskrá
kl. 19:30 Sigríður Eysteinsdóttir – “Hvað er hollt mataræði”
kl. 20:00 Kaffihlé
kl. 20:15 Auður Ólafsdóttir – “Hreyfiseðlar”

gigtarfelagidspoex_logo_staktsamtoksykursjukra

Read more

Vetraropnun frá og með 1. september

Vetraropnun verður á göngudeild Spoex frá og með mánudeginum 1. september.

Opnunartímar sem fyrr:

Mánud.-fimmtud. 11:30-18:30 og föstud. 9:30-16:30.

Best er fyrir fólk sem kemur í fyrsta sinn að koma á þriðjudegi eða fimmtudegi, því þá er meiri tími að sinna ykkur. Í boði eru ljósaskápar, handa- og fótaljós og ljósagreiður. Ekki þarf að panta tíma. Verið velkomin!

Read more

Lokað í dag, 25. ágúst

Vegna símenntunar starfsfólks er göngudeild og skrifstofa lokuð í dag, mánudaginn 25. ágúst.

Opið verður á morgun, þriðjudag í staðinn og því opið þri., miðv., og fimmtudag í þessari viku, kl. 11:30-18.30.

Vetararopnun frá og með 1. september, opið alla virka daga.

Read more

Hlaupastyrkur til Spoex

Spoex er nú á skrá sem eitt þeirra félaga sem safnar áheitum í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið 23. ágúst 2014.

Í dag, 3. júlí hafa þrír hlauparar skráð sig til leiks og ætla að fara ýmist 10 km eða hálfmaraþon sem er 21 km. Við hvetjum alla til að heita á þau og safna áheitum fyrir félagið okkar meðal vina og vandamanna. Hér má fylgjast með áheitasöfnun okkar félags. Og svo  má finna allt annað um hlaupið hér.

 

Read more

Sumaropnun göndudeildar Spoex

Sumaropnun göngudeildar er mánud., miðvikud. og fimmtudaga kl. 11:30-18:30.

Alveg lokað vikuna 21.-25. júlí.

Sími göngudeildar er 588 9620.

Gleðilegt sumar!

 

Read more

Fundað með landlækni

Formaður Spoex Ingvar Ágúst og Geir Gunnlaugsson landlæknir funduðu nýlega um málefni psoriasis- og exemsjúklinga á Íslandi. Einnig var rætt um þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nú í maí sem landlæknir sækir og þar verður tekin fyrir ályktun sem ætti að styrkja stöðu psoriasissjúklinga um allan heim og áður hefur verið fjallað um hér.

Read more

Ingvar Ágúst nýr formaður

Aðalfundur SPOEX, var haldinn í vikunni. Kjörinn var nýr formaður, Ingvar Ágúst Ingvarsson sem hefur verið í stjórninni í þrjú ár samtals. Tveir nýir aðilar voru kjörnir, þeir Gautur Sturluson og Sveinn Óskar Hafliðason sem varamaður. Einnig voru kjörnar áfram Erna Arngrímsdóttir og Jónína Ólöf Emilsdóttir. Auk þeirra eru í stjórninni Sigríður Ösp Arnarsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Á þriðja tug mættu á aðalfundinn, hlýddu á fyrirlestur frá Birki Sveinssyni lækni og nutu veitinga og kynninga á vörum frá Actavis.

Read more

Aðalfundur Spoex annað kvöld 29. apríl

Aðalfundur Spoex 2014

Stjórn Spoex

samtaka psoriasis- og exemsjúklinga

boðar til aðalfundar

29. apríl. kl. 19:30

 í Vogaskóla

Formannskjör og stjórnarkjör. Óskað er eftir framboðum.

Framboð má tilkynna í netfangið skrifstofa@spoex.is og viðkomandi fær að kynna sig á vef félagsins og fésbókarsíðunni.

Framboð mega einnig koma fram á aðalfundi.

Fyrirhugað er að stofna lagabreytinganefnd sem mun vinna milli aðalfunda 2014 og 2015.

Fræðsla og venjuleg aðalfundarstörf.

Sjá nánar á spoex.is og fésbókarsíðunni, (slá inn Spoex í leitinni).

 Veitingar í boði Actavis.

Aðalfundur 29. apríl  kl. 19:30

í Vogaskóla, Skeiðarvogi, 104 Reykjavík

Read more