Blog

Exem

-einkenni og meðferðarúrræði

Exem er húðsjúkdómur í ystum lögum húðarinnar.

Heilbrigð húð viðheldur raka og ver húð fyrir bakteríum en húð exemsjúklinga er þurrari en vanalega, hún er „gljúpari“ sem veldur því að rakatap verður meira og að sama skapi eiga utanaðkomandi efni greiðari leið inn í húðina.

Algengustu einkennin eru:

  • þurr húð
  • mikill kláði -sérstaklega að næturlagi
  • rauðir eða brúngráir flekkir sem geta birts m.a. á höndum, fótum, ökklum, augnlokum, bringu, hálsi, hnéspótum og olnbogabótum.
  • vökvafylltar blöðrur og sprungur í húð.

Hvað er til ráða?

Meðferðir við exemi miða að því að draga úr einkennum og vanlíðan.

Það eru ýmsir ættir sem hægt er að tileinka sér sem draga úr þurrki eins og að fara í snöggar sturtur, nota mildar sápur og þurrka sér varlega.

Einnig er mikilvægt að bera rakakrem á húð amk 2x á dag, að forðast þætti/aðstæður sem hafa slæm áhrif á húðina eins og streitu, svita og sápur. Klórböð og kalíumböð geta gert einstaklingum með exem gott.

Meðferðir sem læknar ávísa eru t.d:

  • sýklameðferðir í töflu eða kremformi
  • sterakrem
  • ljósameðferðir
  • blautvafningar sem framkvæmdir eru á sjúkrahúsi.
  • Að auki ávísa læknar sálrænum meðferðum.