Blog

Aukning í ljósaböð í Bolholti

Það hefur verið talsverð aukning í ljósaböðin hér í Bolholti 6, sem Spoex rekur. Um 15-20% aukning í vetur og eru flestar komur á mánudögum. Það hafa nokkrum sinnum komið yfir 100 manns á mánudögum, en dreifist meira á hina daga vikunnar. Við biðjum fólk sem er að byrja í ljósum, að mæta á þriðjudegi eða fimmtudegi því þá geta sjúkraliðarnir gefið sér meira tíma til sýna aðstöðuna og skrá inn. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að gefa sjúkraliðunum matarhlé kl. 14-14:10. Það er þó ekki lokað en við biðjum fólk að bíða þolinmótt í biðstofunni og fletta fjölbreyttum tímaritum sem liggja frammi. Stjórn Spoex