UngSpoex

Í upphafi ársins 2016 var stofnað ungliðastarf innan Spoex sem kallast UngSpoex og er það hugsað sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 15-30 ára. Hópurinn heldur úti virku spjalli í lokuðum hóp á miðlinum Facebook og hefur það að markmiði að veita stuðning, fræðslu og í senn vera félagsskapur þar sem fólk tengist í gegnum reynslu sína. Ætlunin er að hittast nokkrum sinnum á ári og vera í samstarfi við sambærilega ungliðahópa, einkum á Norðurlöndum.
Formaður hópsins er Ragnheiður Eyjólfsdóttir sem hefur einnig sæti varamanns í stjórn Spoex. Þeir sem vilja vera með í UNGspoex geta skráð sig í Facebook hópinn eða sent tölvupóst á ragnheidur@psoriasis.is.
Aðrir meðlimir eru Anna Valdís Einarsdóttir og Dávur í Dali.

UngSpoex ráð árið 2016

ungspoex